Ég er ekki að meina bara myndirnar sem maður sendir inn, heldur bara allt, það eru lítil sem engin ,,comment'' við myndunum og öllu engin segir neitt um neitt.
Er að meina að hafa kannski einhverjar fleiri keppnir. Og hvað varð um StrawberryFields og hans keppni? hann hefur ekki sést síðan.
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”
Þetta var soldil mistök að byrja keppnina þarna á þessum tíma… En já síðan er mjög dauð… væri allveg til í að fixa það… Má ég ekki vera stjórnandi? :) Síðan eru bara fáir sem eru yfirleitt að gera eitthvað hérna… Það er síðan alltí lagi ef eitthverjr búa bara til eitthverja umræðu um eitthvað sem ykkur dettur í hug… Ég sendi síðan örugglega myndir þegar ég fer að byrja aftur að taka myndir niðrá flugvelli eða eitthvað.
Ég held að megin ástæðan fyrir því hve lítið sé skrifað hérna inn sé sú að neikvæð viðbrögð við skrifum og innleggjum voru mjög sterk og ríkjandi og fólk hreinlega nennir ekki að standa í svoleiðis málum.
Ég, líkt og þú, sakna þess að sjá ekki meira skrifað hérna inn. Einhverntíma byrjaði Skyhawk, ef ég man rétt, að skrifa um flugferðir sínar og það var ansi hreint gaman að lesa þær. Fleiri hafa skrifað greinar um sig og sitt fluglíf og allt á milli himins og jarðar. Hvar er það fólk í dag? We miss you!
Ef við höldum okkur á málefnalegum nótum í skrifum okkar þá fáum við meiri umferð á síðuna og fleiri innlegg. Þetta er ágætur vefur og um að gera að halda honum á lífi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..