Að sjálfsögðu er hægt að fljúga sjónflug nánast hvert sem er og á hvaða einshreyfils vél sem er. Á undanförnum árum hefur einshreyfils þyrlum verið flogið bæði á milli Íslands og Færeyja og milli Íslands og Grænlands en þessar þyrlur eru yfirleitt ekki útbúnar til blindflugs. Ég veit ekki til þess að fólk þurfi að fljúga neina sérstaka rútu þarna á milli, ætli stysta leið milli stranda verði ekki oftast fyrir valinu?
Þú átt ekki að þurfa nein sérstök leyfi nema verkefni flugsins sé með þeim hætti að þess þurfi, t.d. farþegaflug, verkflug eða eitthvað þess háttar.
Þetta með að einhverjar fartímakröfur séu gerðar til þeirra sem fljúga á milli landa er hlutur sem ég hef ekki fengið útskýringar á ennþá og veit ég ekki hvort slíkar kröfur séu fyrir hendi?
Þegar menn og konur eru komin með atvinnuflugmannsskírteini með eigin nafn stimplað á kortið þá held ég að þeim séu vel flestir vegir færir, ég held hreinlega að ég með mitt atvinnuflugmannsskírteini ætti að geta sparkað vélinni minni í gang og skotist til Færeyja í kaffi hjá frænku eða frænda án þess að vera kominn með 500 flugtíma?
Hins vegar er það ekki vitlaust að gera lagmarkskröfur til þeirra sem ætla að leggjast í millilandaflug vegna þess að þarna úti í hafi getur allt gerst eins og annarsstaðar.
Munurinn á því að fljúga á milli landa eða á milli landshluta hérna innanlands liggur aðallega í því að það eru ekki skip og þyrlur á hverju strái þarna úti til að bjarga manni úr sjónum ef þess gerist þörf og kostnaður getur verið gríðarlegu við þessa björgunarleiðangra. Ekkert mælir móti því að menn passi uppá sitt.
Það er alveg rétt hjá fyrri ræðumanni og tek ég undir með honum að það gæti verið sniðugt að kanna þessi mál hjá FMS áður en lengra er haldið ferðaáætlunina.
Smá ráðleggingar áður en farið er í svona flug: Hafðu með þér gott nesti, vertu í flotgalla og hlýjum fötum og hafðu með þér stóran brúsa til að pissa í :-)