Er ekki við hæfi að ég taki þátt í þessu spjalli þar sem ég hef eitthvað með TF-FTH að gera?
TF-FTH bar skráninguna TF-HHX þegar hún var í eigu eigendafélags TF-HHX og var leigð í rekstur hjá Þyrluþjónustunni. Margir lærðu að fljúga í henni þar. Ég var einn þeirra sem lærðu á þeim tíma og er nú að fara að kenna öðrum að fljúga þyrlu á þessu sama tæki.
Eins og Aesir segir hér að ofan þá hefur FTH fengið allsherjar yfirhalningu og má þar telja mótor, main og tail rotor gear box'in, nýja stélbómu, nýjan stélvæng, yfirfarin tæki, nýjan flugmann, frábært útsýni og fleira smálegt sem er bæði of langt að telja upp hér og allt of dýrt líka :-)
Þeir sem eru með blindflugsáritun á þyrlu geta notað þessa vél til þess að endurnýja blindflugsréttindin sín þar sem tækjabúnaðurinn í henni uppfylla kröfur um það.
Vélin er eins og ný þrátt fyrir að vera 17 ára og flýgur jafnvel betur en áður.Við erum búnir að klappa henni og dekra við hana undanfarið og erum mjög ánægðir með bæði útlit og ástand vélarinnar enda er þetta snilldarþyrla!
Þyrlufélagið ehf. á TF-FTH eða Teit Halldór eins og hún er kölluð, og er vélin geymd í norðurendanum á skýli 1. Ef þið viljið skoða vélina eða fræðast um hana og fyrirhugaða starfsemi þá getið þið sent mér skilaboð með símanúmeri og nafni í gegnum hugi.is og ég mun hafa samband við ykkur um hæl.
Kveðja,
Helico