Kortin eru bæði í AIP sem er í A4 broti (kostar um 10.000kr og áskrfit ca 5000kr/ári) og líka í sérstakri kortabók í A5 broti (kostar um 6000kr og áskriftin um 3500kr/ári).
AIP er svona um 3.5 tonn og mjög óhentugt að nota allstaðar nema heima hjá sér. Þar eru allar reglugerðir og upplýsingar sem tengjast flugi á íslandi. Kortabókin er mun nettari og þægilegri, bara nauðsynlegar upplýsingar ásamt kortum. Ég er alltaf með hana í vélinni fyrir svona quick reference, en AIP fær að sitja heima í hillu.
Bætt við 10. mars 2008 - 19:06 smá viðbót:
fær maður þau þegar maður tekur PPL
Eitt mikilvægt tips þegar kemur að flugi:
Þú færð aldrei neitt, heldur þarft að borga $$$$$ fyrir allt. Stutt dæmi þegar ég tók PPL.
EFTIR að hafa borgað 30.000kr fyrir prófdómarann og 16.000 fyrir leigu á flugvélinni fór ég niður í FMS að “ná” í skírteinið.
Ég: "Góðan daginn, ég heiti XXXX og er að ná í PPL skírteini.
Konan í afgreiðslunni: Já augnablik. *nær í skírteinið* það eru 5.760kr.
SÆÆÆÆLLL
semsagt, þú færð ekkert: heldur kaupir, bara svona vinsamleg ábending :)