Þetta eru æðislegir heimildarþættir um flugslys. Allt er leikið aftur og slysin sjálf eru endurgerð í flottri tölvugrafík.
Það er litið á slysin frá ýmsum sjónarhornum. Tekin eru viðtöl við þá sem lifðu af (ef einhverjir lifðu af þ.e.a.s.), aðstandendur fórnarlambanna og þá sem að nærri slysinu komu. Svo er fylgst grannt með rannsókn slyssins og atburðarrásin sem orsakaði slysið rakin frá A til Ö.
Maður situr alveg límdur við skjáinn með gæsahúð og læti hehe. :)