Hæ. Ég hef verið að reyna lesa mig í gegnum flugreglurnar sambandi við spurninguna sem ég hef en ekki alveg gengið að fá rétta svarið en hún hljómar svona:
Ég er með PPL skirteini og næturáritun. Ég þekki mann sem er líka með PPL skirteini en er ekki með næturáritun. Við vorum að fljúga stélhjólsvél sem hann hefur próf á, en ekki ég en hann leyfir mér samt sem áður að vera vinstrameginn þar sem ég hef ágæta reynslu og kann alveg að fljúga stélhjólsvel og hef gert það lengi hægrameginn… Málið er samt að hann er ekki með flugkennararéttindi, EN má ég logga flugtímann sem PIC ef ég sit vinstrameginn og hann hægrameginn sá sem hefur próf á vélina en er ekki með kennararéttindi eða þarf ég að logga sem dual?
Takk.