Icelandair er stærra fyrirtæki, það flýgur á fleirri áfangastaði og er með stærri vélar semsagt Boeing 757 og eina 767 minnir mig. Svo er Icelandair með saga class en express ekki. og þar færðu mat á leiðinni út en hjá express þarftu að kauða samloku eða e-ð. Iceland express er með md - 91 minnir mig sem er minni en icelandair og þetta er stórfínt fyrirtæki sem ég mæli allveg með. Express á nátúrlega að vera ódýrara en icelandair en í dag er þetta hreinlega bara á svipuðu verði. Svo er það bara persónubundið um hvort fyrirtækið maður fer með ..
Persónulega finnst mér betra að fljúga með IE, baguett-in hjá þeir toppa allan “pakkamat” frá IceAir og svo er betra andrúmsloft hjá IE að mínu mati.
Já - smekkur, eins og allir segja. Og mér þætti fínt ef ég gæti fengið að halda honum án þess að fá skítköst, sem eru mjög svo algeng á spjöllum Íslendinga.
Ég skil nú ekki þessa dýrkun á þessu Icelandair batteríi. Þetta er bara svona Ryanair fyrir ameríkana sem vilja fara til Evrópu, svo eru íslendingar teknir í skraufþurrt r*******ð vilji þeir kaupa miða til útlanda.
Þetta rétt hangir í 3 stjörnum á Skytrax listanum, sem fólk skilur umsvifalaust þegar það ferðast með 5 stjörnu félagi.
og svo er IceAir með íslenska flugmenn en ekki express……… meðan express ræður ekki íslendinga þá mun ég hiklaust borga örlítið meira fyrir farið hjá “landsliðinu”:P
Meðan íslenskt “flugfélag” sem oppereitar út frá íslandi ræður ekki íslendinga í vinnu heldur einhverja útlendinga…….. þá langar mig ekki að fljúga með þeim þar sem ég hygg á vinnu í þessum brans þá vil ég frekar styrkja það félag sem ég á séns að fá vinnu hjá frekar en félagið sem ég á engann séns að fá vinnu hjá bara prinsip hjá mér;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..