Sælir.
Ég var að velta því fyrir mér hvernig það er hægt að áætla flugtíma. T.d. þegar ég fór til köpen í þarsíðasta skipti þá var minnir mig 02:50 tímar og síðast 02:30 .Það er af því að þeir fljúga alltaf á sama aispeed (mach 0.80)en það er þá auðvitað misjafnt ground speed. En þá er það auðvitað veðrið sem ræður því hvað vélin er lengi að fljúga og þeir hljóta að fá veður upplýsingar um flugleiðina og fá þá að vita að það sé mótvindur 13 hnútar þarna og meðvindur þarna 4 hnútar og svo framvegis og reikna örugglega útfrá því. Eftir að ég hef pælt aðeins í þessu þá held ég að þeir reikni út hvað þeir fljúgi hratt hverju sinni og fái þannig út áætlaðan flugtíma. En þá er spurning hvernig í andskotanum þeir gera það og hvar þeir fái veðurupplýsingarnar. Kunnið þið að reikna þetta út eða vitið hvernig það er gert t.d. úr flight simulator eða eitthvað ?

KV: Sindri.