Einkaflugmaður síðan 10. ágúst síðastliðinn. Tók bóklega með fyrstu önn í Verzlunarskólanum. Mæli ekki með því að menn séu að taka þetta með skóla nema þeir geri sér grein fyrir því að þetta er mikil vinna. Mikið stökk að fara í framhaldskóla fyrir menn eins og mig sem þurftu alldrei að hafa fyrir neinu í grunnskóla en fengu sammt alltaf 8+. Ég var í skólanum 8-16 og svo flugskólanum 18-22 og svo lærði ég til 01. Kom oft fyrir að ég var í skólanum að læra þangað til ég átti að mæta í flugskólan. Mæli með að þú skoðir sumarnámskeiðin……. geirfugl er farinn að kenna á kvöldin á sumrin svo það er möguleiki að vinna með því ef menn vilja það.
Allt í allt mundi ég skjóta á að þetta hafi verið að kosta mig 1,1-1,2 milljónir fyrir þetta tók prófið með 59 tíma. Bóklega og flugtímar+kennari voru 1,05 milljónir og við það á eftir að bæta prófgjöldum til FMS og aukakostnað eins og skírteinisgjöld, heilbrigðisvottorð og allt aukadótið sem þarf að kaupa manul, hedset, hnéborð, RAY BAN o.s.frv.
Og já ég lærði hjá Flugskóla Íslands á 172 og kláraði rétt áður en verðskráinn hækkaði:D