Flestar Evrópuvaktir hjá Icelandair hefjast um 6 á morgnanna og lýkur um 16:30-17:00, flogið fram og til baka. Ef þú vaknar um 5 á morgnanna til að komast á vakt sem hefst klukkan 6 þá má segja að 12 klst. dagur sé framundan hjá þér. Ameríkuvaktirnar standa oftast frá um 15:00-00:00 að kvöldi. Flogið aðra leiðina, og svo heim kvöldið á eftir. Sólarhringsstopp í USA. Þar fyrir utan eru alls kyns leiguflug og fraktflug sem eru á öllum tímum sólarhringsins um allan heim, hvort sem er um jól og áramót, páska og aðra hátíðisdaga. Því miður er ég ekki alveg inni í Flugfélagsmálunum, en ég held þeir fari frá tveimur og upp í þrjár ferðir á hverri vakt og að þær skiptist í fyrri part dags og svo seinni part dags. Vonandi getur einhver svarað því betur.