Sæll hvernig gengur að læra á Airbus vélinna?.
Þetta er ansi flott forrit sem að þú ert með, frá wilcopub, þetta er nýtt frá þeim ég er með 2 gamla aukapakka frá þeim, pilot in command 767, sem að fékk mjög góða dóma. svo A320, sá pakki fékk ekki nema 3 stjörnur hjá avsim. ég gafst upp á að stútera það forrit.
En ég er með annað forrit pss A320 Professional Phoenix simulation 5 stjörnu forrit. passar í 2002 og 2004. Hef nú ekki flogið þessarri vél lengi. Autoið er jú allt öðruvísi en í boeing velunum, og töluvert þvælið til að byrja með. Eg var að fljúga A320 áðan, eftir að hafa sett inn lofthæðinna og leiðinna í FMS siglingatölvunna og var komin í loftið, það var það eina sem ég þurfti að gera var að ýta á AP1,ATHR takkanna þá var FMS tekin við stjórn, svo er það eina sem að þarf að gera, þegar maður lækkar flugið segjum t.d 31000 ft. niður í 3500 ft. það er að skrúfa niður í rofanum, svo þegar að þú er komin að þeim punkti sem að niðurför hefst þá er ýtt á rofan alt, vinstri smellt á músina. það er þannig í þessu forriti hjá mér, að þessir 4 rofar sem eru fyrir SPD HDG ALT V/S, virka þannig að maður ytir á þá með því að vinstri smella með músinni, og togar þá út með því að hægri smella með músinni. það er um að gera að fikta nógu mikið í þessum auto tökkum, til að sjá hvernig þetta virkar, Fylgir ekki kenslubæklingur og allar upplýsingar með þessu forriti??.