Nauðlendingin í Álaborg
Ég var að sjá videoið af nauðlendingunni í Álaborg þar sem hægra lendingarhjólið læstist ekki niðri á Dash skrúfuvél SAS. Mér finnst athyglisvert að flugmennirnir ákveða að hafa kveikt á hægri hreyflinum í lendingunni vitandi það að möguleiki væri á því að struttið myndi pompa niður. Eins og sést á videoinu þá þeytast brot úr skrúfunni út um allt og væntanlega í búkinn á vélinni, og að sjálfsögðu kveiknar í hreyflinum að auki skapandi enn meiri hættu. Hefði vélin ekki alveg getað lent á vinstri hreyfli einungis? Veit einhver hver standard ops er fyrir svona atvik?