Til að byrja með þá ætla ég að taka fram að Icelanda Express (IE) er EKKI flugfélag, ekki frekar en YAK er rússnesk. IE hefur ekki flugrekstrarleyfi og er því ekki skilgreint sem flugfélag. IE er þvi “bara” ferðaskrifstofa í meigin dráttum. Kannski skiptir ekki svo miklu máli fyrir venjulegan ferðalang en eins og nú er þá ferðast þeir sem kaupa miða með IE með svissneska FLUGFÉLAGINU Hello Ag sem starfar undir svissnensku flugrekstrarleyfi. Komi því eitthvað upp á í flugi (og guð forði okkur frá því) á vegum IE þá þurfa farþegar að leita til svissneskra trygginga (eða svo skilst mér)
Nú þ.a.l. ræður IE ekki íslenska flugmenn og styrkja ekki starfsvettfang þeirra hér á landi => ég hef ekki áhuga að taka þátt í þeirri starfsemi!
IE (eða amk M. Imsland forstjóri IE) virðast ekki vera neitt annað en orðin tóm, ef marka má yfirlýsingar þeirra undanfarið. Þeir blésu sig út um árið, með yfirlýsingar um fraktflug og flug til USA. Hvar er IE Cargo og FHE-623 TO BWI???
ég ætla ekki einu sinni að byrja á þessu nýjasta “djóki” þeirra. Millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli (miðað við núverandi staðsetningu vallarins) og svaka starfsemi í innanlandsflugi. Vil ég minna á að seinasta tilraun í samkeppni á innalandsmarkaði endaði nánast í gjaldþroti beggja viðkomandi félaga.
Þessar og nokkrar ástæður í viðbót valda því að ég vil borga 2-3000 kr meira til að ferðast frekar með IceAi