Sælir.
Þar sem mikið hefur verið rætt um kostnað við að halda úti flugvélum þá er verðið sem flugskólarnir bjóða fáránlega hátt, a.m.k. m.v. þau verð sem hafa farið manna á milli í skrifum hér á Huga.
Sjálfur hef ég átt hlut í vél og kannast vel við þau verð sem nefnd hafa verið.
Þá er spurningin mín sú hvort að flugskólarnir séu að selja flugtímana með vaski, en samkvæmt skattalögum (ég er 95% viss á þessu, annars er minni mitt farið að klikka) þá eru flugskólar svo heppnir að þurfa ekki að borga vask.
Eru þeir sem leigja vélarnar hjá flugskólunum (ég er að tala um alla flugskóla)að borga flugtíma með vaski sem rennur beint í vasann hjá eigendum skólanna?
Ég veit vel að fyrirtæki þurfa að vera rekinn með hagnaði en þetta er nú helvíti gróft ef rétt er.
Ef einhverjir vita betur látið þá endilega í ykkur heyra.