Á Wikipedia er því haldið fram að heimavöllur Air Atlanta Icelandic sé Keflavíkurflugvöllur. Held samt að þeir séu nú frekar lítið þar. Vélar félagsins eru á víð og dreif um kúluna þannig að það er væntanlega enginn völlur sem þeir geta beinlínis kallað heimavöll.
Eina sem ég get fullyrt er að höfuðstöðvar félagsins eru staðsettar í Hlíðarsmára í Kópavogi. Að vísu er enginn flugrekstur þar þó svo að vélar frá þeim hafi stundum verið á sveimi ansi lágt þar yfir (í tengslum við starfsmannaferðir, o.þ.h.).
Kv.
747