Góðan daginn. Málið er að þegar ég er að lenda boeing 757 í FS, verður lendingin alltaf mjög hörð. Getur eitthver sagt mér aðeins frá því hvernig maður á að lenda henni t.d hvaða hraða og það allt. kv:sindros
Það er líka vert að huga að því hvort og þá í hvaða hæð þú flare-ar. landing flare(vonandi rétt stafsett) er það kallað þegar maður slær af og lyftir nefinu til að mýkja lendinguna!Mér finnst best (reyndar á 737) að fara aðeins undir Glidepath rétt í restina á finalnum (við brautarenda) slá af og taka svo frekar langt flare! Þá tek ég aðflugshallann niður undir 0 og lendi ekki harðar en 150-200ft per minute! Þá eru lendingarnar frekar mjúkar! Kannski stundum svolítið innarlega en þó mjúkar! Hitt kemur með æfingunni!
Aðflugshraði fer algjörlega eftir þáverandi þyngd vélarinnar. T.d. er aðflugshraði á 757-200 á hámarkslendingarþyngd með flaps 30, 136 kts. Þannig að undir venjulegum kringumstæðum er hraðinn þessi eða lægri.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..