Mig langar að forvitnast meira varðandi þessa Fms tölvu, var ekki byrjað að nota þessa tölvu áður en GPS tækin komu til, ég hef heyrt að þeir hjá NASA hafi fundið þetta upp, og að þetta sé flókin tölva, stimpla þurfi Lengd og breidd, i hvert skiftið,áður en farið er í loftið, og að það þurfi oft að leiðrétta á flugi,með vissum staðsetningapúntum á jörðu niðri, svo spilar víst gíróinn inní líka
Þú ert að rugla FMC saman við INS (eða IRS). INS stendur fyrir Inertial navigation system. Þetta er græja sem er í mörgum eldri vélum eins og 747-100/200 (Classic), 707 , 727 o.s.frv. INS notar gýróa til að “mæla” hreyfingu vélarinnar í allar áttir á yfirborði jarðar. Áður en lagt er af stað þarf að segja INSinu hvar það er statt. Svo byrjar INSið að “aligna” sig, tekur kannski svona 10 min eða svo, lengri tími eftir því sem þú ert norðar (má alls ekki hreyfa vélina á meðan). Ef þið viljið fá meiri upplýsingar, þá googliði þetta bara :P
Í nýrri farþegaþotum er svokallað IRS, Inertial referance system. Þetta bara svipuð græja og INS nema notar laser gýróa og því engir hreyfanlegir gýróar sem þýðir minni maintainance kostnaður, fljótari að aligna sig, svo er þetta líka nákvæmari græja.
IRS feedar svo FMCið með sinni staðsetningu en FMCið getur tekið mið af fleiru eins og t.d DME-DME og GPS staðsetningum og býr til sína eigin staðsetningu út frá því (FMC position).Læt fylgja mynd af POS REF síðu úr 737 FMC
http://www.b737.org.uk/fmc_pos_ref_ng.gif