Þú ert væntanlega að tala þá um Tomahawk eins og Flugskóli Akureyrar er með og annars vegar C-152 eða C-172.
Mér finnst reyndar í flestum tilfellum 152 og Tomahawk betri kennsluvélar heldur en Warrior eða Skyhawk. Þær eru minni og léttari og það er ágætt að byrja þar.
Ef við berum saman Tomahawk og 152 að þá er plássið í Tomahawk meira, hann hefur meira flugþol og lætur hafa meira fyrir sér. Annars eru þetta báðar alveg æðislegar vélar. Þær hafa sama MTOW og svipaða brennslu en tankarnir í Tomahawk eru stærri.
Svo er Tomahawkinn með tvo tanka sem er jákvætt finnst mér því þá læra nemar strax að hugsa um það. Einhver gæti kannski talið það sem galla en aðrir sem kost.
Mér persónulega líður yfirleitt betur í lágþekju, en aftur á móti getur verið mjög skemmtilegt á háþekju í lágflugi.
En þetta eru allt saman bara flugvélar sem fljúga eftir sömu lögmálum ;)