Sæll Sindros
Sé að þú ert alltaf í vandræðum með VATSIM. Mig langar að útskýra aðeins, VATSIM er ekkert annað en eftirherma af “alvöru” flugheimi. Þ.e.a.s, þegar þú ert að fljúga á VATSIM, þá er reynt að fara eftir öllum “procedúrum”, flugreglum o.s.frv. Skil vel að flugumferðarstjórar verði pirraðir ef þú skrifar bara direct eða bara stefnu, því í langflestum tilfellum er vélum ekki flogið alveg beint á milli áfangastaða í blindflugi. Í fyrsta lagi, þá þarftu að kunna nokkuð eða mjög vel á blindflugstækin í vélinni. Mæli með að þú stúterir þau vel í simmanum sjálfur áður en þú ferð að fljúga blindflug á VATSIM. Kunna að nota ADF, VOR , DME , ILS etc …. Fullt af kennsluefni um þetta í simmanum sjálfum og á netinu. Annað .. þegar þú færð svona flugleið til að fljúga eftir þá ættiru að þekkja nokkurn vegin hvort um airway , vita eða punkt (fix, intersection , waypoint) sér að ræða … NDB vitar byrja táknaðir yfirleitt með 2 stöfum, stundum 3 stöfum. VORs eru 3 stafir , airways eru með einhvern staf og svo númeri ..dæmi G3 …stundum er svo bætt við U á undan sem stendur fyrir “Upper”. Svo eru punktar sem eru bara með einhverja staðsetningu, semsagt ekki NDBs eða VORs. og þeir eru alltaf 5 stafir … Segjum að flugumferðarstjóri gefi þér eftirfarandi flugleið frá Reykjavík (BIRK) til Akureyrar (BIAR)… EL G4 NB. Þetta þýðir að að þú ferð á Elliðavatn NDB (EL) og svo G4 airway upp að Botn NDB (NB). Ef þú skoðar þessa leið á korti þá sérðu að þú ferð yfir 2 punkta á G4 sem heita REKVA og ASKUR, en það kemur samt ekki fram í flugleiðinni sem þú fékkst því þar stendur bara að þú eigir að fara á EL og fljúga svo G4 airway upp að NDB og það geta verið alveg heill hellingur af punktum eða vitum þarna á milli. Allavega, ég veit að ég er að fara mjög hratt í þetta en þetta er bara heill hellingur sem þú þarft að stútera sjálfur, því það tæki mig marga daga að reyna að útskýra þetta allt nákvæmlega hérna. Skoðaðu öll flugkort sérstaklega. Skoðaðu t.d AIP Iceland (Flugmálahandbók) sem er t.d á heimasíðu flugmálastjórnar www.caa.is