Nei, en hann er nákvæmasti hermirinn á almennum markaði. Þessir nákvæmustu þurfa ofurtölvur til þess að keyrast og kosta næstum meira en ofurtölvurnar sjálfar hehe. Einnig, svo FAA taki mark á flughermum verður flugmaðurinn að vera staddur í hreyfanlegum klefa sem að hristist og veltist með flugvélinni ásamt flugkennara.
X-Plane leikurinn sem ég á kostaði eitthvað um 5000 kallinn, en það er líka hægt að kaupa FAA samþykkta útgáfu af honum á 15000 kall, þá með hugbúnaði fyrir hreyfiklefa (motion simulators). Mig dauðlangar í þannig en ég tími ekki öllum milljónunum sem þeir kosta… og svo hef ég ekki pláss fyrir svoleiðis hvort sem er hehe. :)
Munurinn á X-Plane og t.d. MFS raunveruleikalega séð (MFS hefur betri grafík, en ég er að tala um hegðan flugvélanna) er sá að X-Plane notar svokallað Blade Theory á meðan MFS (og flestir aðrir flughermar) notar Stability derivative Approach, sem er fín út af fyrir sig en ekki nærri eins nákvæm og Blade Theory. En á móti kemur að Blade Theory þarf alveg fáránlega mikið af tölum og veseni sem að flestir höfundar flugherma nenna ekki að standa í. Blade Theory tekur flugvélina alveg í frumeindir og reiknar út þyngd hlutanna og lögun, hvernig vindmótstaðan er og hversu mikið þeir lyfta flugvélinni eða draga hana niður… Þá er hraðinn tekinn inn í dæmið, stefna flugvélarinnar og loftþrýstingurinn sömuleiðis… Einnig er reiknað með því hvernig regn, ísing, loftgöt og sviftivindar hafa áhrif á hlutina…. Þúsund sinnum á sekúndu…
-Nógu nákvæmt fyrir mig alla vega. :)