Vill benda þér á námskeið sem Flugskóli Akureyrar er að halda í sumar.
Í sumar mun Flugskóli Akureyrar halda listflugsnámskeið, námskeiðin standa í eina viku í senn, frá mai til og með september (eftir þátttöku).
Hámarks fjöldi flugmanna á hvert námskeið eru fjórir. Leiðbeinendur verða Arngrímur Jóhannsson og Kristján Þór Kristjánsson. Farið verður i gegnum allar grunn æfingar í listflugi og í lokin á nemandinn að vera fær um að geta flogið svokallaðan “Primary sequence”.
Flogið verður á Super Decathlon (TF-FAC) sem er mikið notuð i listflugkennslu erlendis, hún er með búnað til að geta flogið á hvolfi, auk þess að vera með samhverfan væng, Hún þolir +6G/-5G álagsstuðul. Allt flug verður flogið með leiðbeinanda. Við getum útvegað gistingu fyrir þá sem vilja það. Allar nánari upplýsingar og skráning fást hjá Flugskóla Akureyrar í síma 4612105, eða í tölvupósti flugnam@flugnam.is
Arngrímur er auðvitað með mjög mikla reynslu af listflugi og flugi almennt. Einnig er Kristján með mjög marga tíma á FAC og myndi ég ekki efast um gæði kennslu og vélar sem þú myndir fá.
Annars bendi ég bara á
www.flugnam.is