verð í Bandaríkjunum er að finna á síðum Airnav, eins og ég benti á fyrr í þessum korki. Beinn hlekkur á yfirlitssíðu er:
http://www.airnav.com/fuel/report.htmlAlmennt virðist gallonið kosta um 2,50 dollara. Það gerir ca. 65 kr. á líter. Ef við bætum vaski á það fáum við 82 kr./líter. Eins ótrúlegt of það virðist erum við þannig að borga lægra verð en kaninn fyrir 100 LL.
Að vísu er verðið aðeins að síga niður hjá þeim síðustu dagana. Það virðist ekki ætla mikið neðar en í 2 dollara á gallon, sem gerir þá 53 kr./líter, eða 65 með vaski.
Í mörgum Evrópulöndum hefur verið farin sú leið að skattleggja flugvélabensín í botn, sem hefur lett af sér afar bága stöðu einkaflugs. Sem betur fer hafa stjórnvöld hér á landi hingað til látið það ógert, þannig að verð á flugtíma hér lendir einhvers staðar mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna, jafnvel nær Bandaríkjunum ef eitthvað er.
Kristbjörn