Þotuhreyflar nota ekki eldsneyti sem er skilgreint sem “Bensín” beinlínis. Þotumótorar (hverfiltúrbínuhreyflar) nota eldsneyti sem heitir JET-A og svipar mikið til steinolíu.
Týpísk 757 þota notar um það bil 3500kg af því stöffi á klst sem er um 4400 ltr (give or take). Eyðslan og magnið í lítrum fer samt mjög mikið eftir ýmsum aðstæðum t.d. flughæð, þyngd, lengd sektors, hitatstigi og svo framvegis.
Þú spyrð um 727! Þær eru nú ekki mikið í notkun lengur enda líklega ekki sérlega hagkvæmar þó það sé fallegar vélar.
Hér er linkur sem ég fann með ýmsum töflum um eldsneytiseyðslu og þar er gefið upp að 727 eyði 7080 ltr/hr sem mér finnst nú reyndar frekar ótrúlegt.