Sælir

Fyrir nokkrum vikum lét Jórvík það boð út ganga að senn væri
von á glæsilegri viðbót við flugflota Íslendinga, þ.e. tveimur
BAE Jetstream skrúfuþotum. Var jafnvel talað um lok október
sem væntanlegan komutíma.

Nú líður senn að lokum október, og ég hef ekki orðið var við
nýar vélar á rampinum. Kann einhver svarið ? Eru vélarnar á
leiðinni ? Hvað tefur ? Af hverju hafa Jórvíkurmenn ekki látið
til sín heyra í fjölmiðlum undanfarið ?

Hvernig gengur annars Vestmannaeyjaflugið hjá þeim þessa
daganna ? Íslandsflug átti í stappi við FV, en það hefur ekki
frést af neinu veseni hjá Jórvík (nema þegar þeir skildu ekki
að turninn sagðir “að lokast” ekki “lokaður”).

Einnig vil ég benda á að Geirfugl opnar senn nýjan vef á
http://www.geirfugl.is/. Fylgist með niðurtalningunni að
þessum stórviðburði.

Góðar stundir,
Kristbjörn