Sælir, ég var nýlega að fá einkaflugmannsskírteini og er mikið að pæla hvað skal gera næst, á ég að halda áfram að fljúga á flugskóla vélunum, á maður að kaupa hlut í vél eða “reyna” að komast inn í t.d. Geirfugl.
Mig langar aðeins að taka niður kosti/galla við þetta:

Flugskólavélar
Það er nú alveg víst að það er ákveðið öryggi að leigja vélar hjá flugskóla því að þá þarf maður ekkert að hafa áhyggjur af því að það sé send 100.000 kr gíróseðill ef einhver annar sem leigði vél hafi skemmt hjólabúnaðinn eða eitthvað því um líkt. En tímarnir á þær eru frekar dýrir, frá ca. 6500-8500.

Hlutur í vél
Ef maður kaupir hlut í vél þá er maður að fá ansi ódýrt tímagjald, ég hef heyrt frá 3500-5000 en það er gróft slump. En hvað gerist ef að vélin verður fyrir skemmdum? Hvernig gengur það fyrir sig þegar þarf að skipta um mótór? Er sjóður sem er safnað í eða þurfa menn að punga út við þessar aðstæður? Eru allar þessar vélar tryggðar? Það er margt sem að ég á eftir að komast að í þessum málum.

Geirfugl
Ja, ég held að það væri mjög gott að komast inn það félag, þetta virðist vera mjög traust félag og með mjög fallegar vélar. En maður má náttúrulega bara fljúga í takmarkaðan tímafjölda, en það angrar mig ekki því að það væri alltaf hægt að skjótast inn á milli á kennsluvélarnar.

Mig langar enfilega að fá svör við þessum spurningum mínum, ráðleggingar og jafnvel sögur. Þar sem ég hef heyrt mikið um að það sé ekki sniðugasta leiðin að kaupa sér hlut í vél vil ég endilega heyra frá þeim sem eiga eða hafa átt hlut í vél og hvað þeim finnst um það, góð reynsla/slæm reynsla???