Hvaðan fljúga Ernir núna? og svo til að hafa þetta ekki of innihaldslítið þá vil ég spyrja hvaða flugvöllur þið haldið að sér erfiðastur/vandasamastur/mest challenging á Íslandi?
Erfiðastir eru pottþétt Ísafjörður og V-eyjar. Localizerinn á Ak er heldur ekkert grín með fjöll beggja vegna við sig. Svo eru einhverjir litlir vellir úti á landi sem geta verið trikkí í vindi.
oki, ég man nefnilega eftir þeim á ísafirði hélt félagið hefði hætt eða eitthvað
en mér finnst alltaf jafn gaman að spyrja útlendinga hvernig þeim fannst flugið til ísafjarðar, kemur alltaf sami svipurinn og lýsingin, allir halda að vélin sé að brotlenda eða eitthvað
ég fór á Ísafjör í fyrra vetur að keppa á íþróttamóti. Ég hafði persónulega heyrt að þetta væri skrautlegt aðflug. Hefðuð átt að sjá svipin á öllum grey krökkunum sem voru með mér vissu ekki hvaðan á sig stóið veðrið þegar hann fór allveg inn fjörðinn og tók þessa u beygju inn á finalinn þar sem maður gat bæði talið snjókornin í fjallshlíðinni og margglitturnar í sjónum
Það fer allt eftir veðuraðstæðum hverjir vellir eru mest krefjandi. Ég myndi halda að aðflugið inn á Norðfjörð sé sæmilega krefjandi en það er dual ADF aðflug.
Dual ADF kallast það þegar stuðst er við tvo NDB flugleiðsöguvita í blindaðflugi. Á Norðfirði er stuðst við Dalatangi NDB (DA) og svo Norfjörður NDB (NF).
Ég held að sjálfir flugvellirnir séu svosem ekkert sérstaklega krefjandi heldur tel ég flugið að þeim krefjandi. Þ.e. að stilla sér upp fyrir lokaaðflugið og allt sem gerist þar á undan.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..