Daginn.

Á leið frá Akureyri 25. feb. á þessu ári í TF-FTZ tók ég eftir langri flugbraut uppi á hálendinu, svona 20 mínútur frá AEY í átt til RKV. Hún leit út fyrir að vera malbikuð og var hún einnig vel máluð og rampur var líka sjáanlegur.
Mér skilst að hann hafi verið byggður af Landgræðslunni fyrir NPK.

Ef einhver veit hvaða völl ég er að tala um, gæti hann sagt mér eitthvað um hann, t.d.:

Hver byggði hann í alvörunni?
Hver er kóði vallarins (BI0?/BI??)?
Hvenær var hann byggður?
Er honum haldið við?
Hve löng er brautin?
Er þetta malar-, olíumalar- eða malbiksbraut?
Hefur einhver lent þar á lítillri vél undanfarið?

Upplýsingar kærlega þegnar.

Kv.,
Aero145