Svona fer fyrir gömlum jálkum, því miður :(
Þegar þeir eru orðnir úreltir í farþegaflug, eru þeir seldir í fragt-flug. Og þegar þeir gefast upp þar, lenda þeir í svona kirkjugörðum, þar sem þeir ryðga niður eða eru rifnir í brotamálm. Það er kostnaðarsamara að gera þá upp sem safngripi og halda þeim við sem slíkum, en að láta þá deyja drottni sínum.
Af málmi ertu kominn, að málmi skalt þú aftur verða… svoleiðis gengur það bara.
En samt erum við Íslendingar enn svo lánsamir að eiga enn flughæft eintak af C-47 eða DC-3. Ég rétt vona að menn taki sönsum og hætti að láta þennan safngrip fljúga með áburð. Þessari vél á að leggja, mála í gömlu Flugfélags-litina, og varðveita sem aðal-grip á Íslensku Flugsögusafni!
_______________________