Ég hef frá svolitlu skondnu að segja í sambandi við þetta. Ég hringdi í vikunni í BT og spurði hvenær FSX væri væntanlegur í búðir. Þau sögðu að þau væru að panta þetta beint hjá Microsoft þannið að þetta ætti að vera komið á fimmtudag (19.) eða föstudag (20.) Ekkert mál. Ég hringi aftur á föstudaginn, heirðu, þá er mér sagt að fyrirtækið sem þau eru að kaupa þetta frá sé farið á hausinn, og þess vegna komi leikurinn ekki í verslanir fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku (27. okt)… Bíddu nú við, Microsoft farið á hausinn.. það er aldeilis. Hvað, er Geitsarinn búinn að vera á brjáluðu fylleríi. Ja, þau í BT virðast vita meira heldur en við hin. HAHAHA.
Tyler Durden: The things you own end up owning you.