Þetta er svona um það bil það sem flugskólarnir rukka fyrir hvern flugtíma með kennara, misjafnt þó fyrir hvernig kennslu þú ert að fá. Kennarar sem kenna eingöngu til einkaflumanns eru ódýrastir, en þeir sem kenna til blindflugsréttinda eru dýrari. Þó að þetta sé það sem flugskólinn rukkar, þá fá kennararnir það ekki í vasann. Þeir fá sennilega ekki nema um það bil helming af þessari upphæð í launaumslagið, restin fer í ríkið (stæðstur partur), lífeyrissjóð, félagsgjöld o.s.frv.
Þar fyrir utan er fæstir flugkennarar á föstum launum. Ég held að þeir séu flestir ´lausráðnir´ þ.e.a.s. fá bara borgað fyrir flogin tíma. Ef það er vont veður og ekkert flogið í tvær vikur = engin laun. Það verður enginn feitur af því að vera flugkennari.
Þetta er svona af því að ef flugkennarar væru á launum sem hægt væri að draga fram lífið á, þá væri svo dýrt að læra að fljúga að enginn myndi gera það!