Mælið þið með því (lesendur sem þetta varða) að maður fari í flugnám í dag, ég hef alltaf haft sjúklegan áhuga á flugi og langað að hafa það að aðalatvinnu.

Ég klára menntaskóla vorið 2002, ætla svo væntanlega að vinna einhvað til að safna peningum…

eftir það langaði mig að taka einkaflugmannsskírteini og sjá svo til með framhaldið (atvinnuflugmannssk.), er þetta svakalega erfitt/krefjandi nám, mælir einhver með þessu í dag þar sem var nú t.d. verið að segja upp tímabundið 45flugmönnum hjá flugleiðum(ég vissi ekki einu sinni að það væru svo margir flugmenn alls hjá flugleiðum)
vitið þið líka hvað þetta kostar ca. (allur pakkinn)/ er hægt að læra þetta allt hér heima eða þurfa allir að fara út sem ætla virkilega að leggja þetta fyrir sig?

með von um ráðleggingar/svör sem fyrst,
takk fyrir
AR