Komiði sæl.
Ég var að ná mér í Airbus 321 fyrir fs2004 núna áðan og fór eitthvað að skoða read me file-inn og rak augun í þetta:
Shift+E+1 - Opens L1 door
Shift+E+2 - Opens other cabin doors
Tailhook - Opens cargo doors
Wingfold - Operate drooping control surfaces
Var að spá hvort einhver gæti sagt mér hvað þetta tailhook væri því ég hef aldrei vitað um neinn takka á lyklaborðinu sem heitir “tailhook”.
Ég prufaði að spyrja Wikipedia hvað þetta væri en hún kom með þá skýringu að þetta væri einhver stöng sem væri á herflugvélum og þá hætti ég nú alveg að botna í þessu.
Svo prufaði ég að spyrja hvað þetta “wingfold” væri og þá kom hún ekki með nein svör.
Vona að einhver geti hjálpað mér.
Kv. Kexi