Jújú sekur, allt sem tengist flugi er fjör. ;)
Þessi pakki á 16 þús er með öllu, fínn pakki ef þig langar bara að prufa og e-r hafa byrjað með þessum pakka. Gæti verið sniðugt að kaupa sér auka rafhlöðu með þessum pakka því annars þarftu að taka þér hlé á milli þess sem þú hleður rafhlöðuna sem fylgir, getur líka verið kostur að taka sér hlé. ;) Þú ert annars örlítið háðari veðri með þessa vél sökum þess hve létt hún er. En annars er hún ágætur kostur.
Pakkinn sem ég hef mælt með við fólk sem spyr mig er þessi hérna,
http://modelexpress.is/Byrja/tilbod.htm aðeins meiri fjárfesting en vel þess virði og menn geta líka leikið sér örlítið meira eftir því sem getan eykst.
Svo er líka smáauglýsingar á
http://spjall.frettavefur.net og þar má oft finna til sölu byrjendapakka og annað slíkt.
Hins vegar er góður flughermir fjárfesting sem ætti að skoðast vel, það fylgir einhver flughermir með Cessnupakkanum en ég þekki hann því miður ekki nógu vel. Það er nefnilega svo að það er mikið ódýrara að brjóta hluti í sýndarveruleika.