70 ára afmæli Svifflugfélags Íslands

Fyrir 70 árum var Svifflugfélag Íslands stofnað.
Það var Agnar Kofoed Hansen sem stóð að stofnunni ásamt fleiri góðum mönnum.
Tilgangur með stofnunninni var að rækta upp innlenda þekkingu á flugi og gera áhugasömum kost á að læra flug á ódýrann og einfaldan hátt.
Allar götur síðan hefur megin markmið Svifflugfélagsins verið að sjá um svifflugkennslu sem öll er unnin í sjálfboðavinnu og á félagið nú góðan búnað og flugflota til kennslu.
Flestir af frumkvöðlum flugsins lærðu í upphafi svifflug og enn eru fjölmargir sem stíga sín fyrstu skref í svifflugi.
Svifflugfélagið er öflugur félagsskapur sem á sér langa sögu enda félagið elsta starfandi flugfélag landsins.
Svifflugfélagið hefur ávallt verið með flugaðstöðu sína á Sandskeiði við Bláfjallaveg og á þar flugvöll, flugskýli og klúbbhús. Einnig á félagið 10 flugvélar.
Þá er Svifflugfélagið einnig íþróttafélag og stunda félagsmenn svifflugíþróttina með því að fljúga um suður- og vesturland þegar veður leifir.

Á þessum tímamótum félagsins verður félagið með fagnað á Sandskeiði á afmælisdaginn
fimmtudaginn 10. ágúst kl. 20.00.

Þá verður næstkomandi laugardag 12. ágúst (sunnudagurinn til vara) flug-afmælishátíð á Sandskeiði og hefst hún kl.13.00
Sýnd verða tæki félagsins og aðrar svifflugur og munu margar þeirra fljúga um loftin.
Einnig verður sýnt listflug.
Þá verður boðið upp á svifflug fyrir gesti eins og kostur er.

Félagið á sér merkilega sögu og hefur sett mark sitt á flugsögu okkar íslendinga
frá upphafi flugs á Íslandi.

Allir eru velkomnir á Sandskeið.

Stjórn Svifflugfélagsins

Heimasíða félagsins
http://www.svifflug.com