Í nýjasta blaði Todays Pilot kemur fram að fyrirtækið Microvision hafi verið að hanna tæki eins og notað er í mörgum hérflugvélum, sem gerir flugmanninum kleift að horfa út allt að 50% meira af flugtímanum en áður og á þar með að minnka slysahættu. Tækið er fest með ól á höfuðið og lítur út svipað og stórt einglyrni. Upplýsingarnar sem flugmaðurinn sér eru stefna, hraði, tími, hæð, stöðumið og ferill. Tækið heitir Microvision Nomad Personal Display System. Verð er ekki vitað og ekki heldur hvenær það kemur á markað en ég giska á að það komi innan tveggja ára.
Eruð þið nokkuð takkaóðir græjudellukarlar og konur?

Sjá mynd á þessum link:

http://www.planeandpilotmag.com/content/products/

Kv.

Mazoo