Sælir piltar,
Það er ekki rétt að einkaflugmaður geti flogið B747 eða A340. Hann getur vissulega keypt sér svoleiðis vél eigi hann til peninga, en JAR-inn er skýr hvað varðar tegundaráritanir.
Smá upprifjun úr JAR-num góða:
B747 og A340 eru fjölstjórnavélar og því á þessi grein við þegar fjallað er um kröfur
JAR-FCL 1.240 Tegundar- og flokksáritun -kröfur
a) Almenn ákvæði 1) Umsækjandi um tegundaráritun fyrir fjölstjórnarflugvél skal uppfylla kröfur um tegundaráritun sem settar eru fram í JAR–FCL 1.250, 1.261 og 1.262.
JAR-FCL 1.250 fjallar um skilyrði tegundaáritunar fyrir fjölstjórnavélar og þar segir að forsenda þjálfunarinnar sé að viðkomandi sé með 100 tíma PIC, sé með IR á fjölhreyfla flugvél, hafa lokið MCC námskeiði og uppylli kröfur um JAR-FCL 1.285, sem segir til um bóklegar ATPL þekkingar.
Því má sjá að venjulegt einkaflugmannsskírteini dugar ekki til þess að stjórna B747 eða A340.
En svo ég svari nú upprunalegu spurningunni þá er það eitthvað á þessa leið:
SEP og MEP eru það sem kallast flokksáritanir, þ.e.a.s. þær flugvélar þar sem ekki er krafist tegundaráritunar. Það sem ræður því hvort krafist sé flokksáritunar eða tegundaráritunar er tegundarskírteini vélarinnar, stjórneiginleikar, fjöldi í áhöfn og tæknistig vélarinnar (sjá JAR-FCL 1.220). Ég man ekki til þess að JAR-FCL taki að öðru leiti á þessu (ef til vill má skoða JAR 25 í þessu tilliti.), en áður var miðað við 5.700 kg. Menn gátu því með einkaflugmannsskírteini flogið piston vélum að 5.700 kg. með PPL.
deTrix