Í nýlegu eintaki blaðsins “Business” er talað sérstaklega mikið um flug einkaþotna. Það er svo sem ekki merkilegt út af fyrir sig, en það sem er merkilegra er að í lítilli grein sem fylgdi umræðum um Concorde og Boeing Sonic Cruiser er fullyrt að yfirmenn British Airways hafi látið þær fréttir leka út að ein Concorde sé til sölu!
Hvorki meira né minna. Einu kvaðirnar sem fylgja sölunni eru þær að ekkert flugfélag má eignast vélina. Hún yrði auðvitað hið fullkomna “status symbol” fyrir réttan aðila, og var því velt upp í lok greinarinnar hvort sá aðili væri ekki örugglega Sir Richard Branson, eigandi Virgin Atlantic. ;-) Á ekki einhver gullkort?
Kv.
Mazoo