Tekið af vefsíðu Flugfrétta ( www.flugfrettir.is )
Fjögurra sæta eins hreyfils Cessna-flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Stóra-Kroppi í Borgarfirði í gær (02.05.06). Flugmanninn sakaði ekki en hann var einn um borð, að sögn Braga Baldurssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Rannsóknanefnd flugslysa. Atvikið átti sér stað um hádegisbilið en vélin var á leið til Stykkishólms. Flugmaðurinn ákvað að snúa við vegna veðurs og taka snertilendungu á Stóra-Kroppi, en hlekktist á í lendingu og hafnaði rétt utan brautar. Að sögn Braga er vélin líklega lítillega skemmd, en hann segir að enn sé eftir að skoða hana betur. Vélin er í eigu Flugskóla Íslands.