Á stríðsárunum var Hurricane flugsveit frá RAF staðsett á Reykjavíkurflugvelli. Eitt sinn sem oftar
voru 2 vélar sendar á móti þýskri njósna og sprengjuvél , - Heinkel , Dornier ( báðar með tvo
V-12 línuhreyfla) eða Kondor , sem var með 4 stjörnuhreyfla. Njósnavélin fannst ekki en þegar
önnur Hurricane vélin stakk sér til baka niður í skýin fór hún í Esjuna sunnanmegin , austarlega í
dalverpi. Hefur nokkur sem er á þessum síðum séð brak úr vélinni.? Ég hef ekki leitað enda staðurinn
óviss , en ég hef heyrt um göngufólk sem hefur séð flugvélabrak á þessum slóðum. Vissuð þið
að B-17 sprengjuflugvél nauðlenti á litlu vatni á Mosfellsheiði , rétt sunnan við þjóðveginn.! Ég held ´44.

Liberato