28. apríl 2006
Flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli.
Í dag kl. 11:06 hlekktist flugvél, frá Flugskóla Íslands, á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugmanninn sakaði ekki en viðkomandi var að æfa lendingar á flugvellinum. Vélin sem er af gerðinni Ceccna 152 (TF ICI) skemmdist eitthvað við óhappið en Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að málinu. Eftir lendinguna fór flugvélin út af flugbrautinni og endaði ofan í ræsi sem er utan brautarinnar með þeim afleiðingum að vélin stakkst á nefið. Flugbrautinni var lokað í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund en hin flugbrautin var opin þannig að ekki kom til að flugvélum væri vísað frá
ég var að fljúga á þessum tíma, var úti í svæði en brautin var ennþá lokuð þegar ég kom inn. Veit einhver eitthvað meira hvað gerðist?
-Það er snákur í stígvélinu mínu