Hvað meinaru með minni flugklúbbana? Síðast þegar ég vissi voru 15manns í Flugklúbb FÍ(leiðréttið mig ef það er rangt) en hinir klúbbarnir sem í boði eru, eru ekki minni en 15manns. Lágflug er með 3 vélar eins og er(30manns), Flugklúbbur Íslands með 2 vélar(síðast heyrði ég 15manns þar líka), Geirfugl með 11(160manns)
Er flugklúbbur FÍ ekki með fleiri vélar en TF-AIR? Er ekki e-r C-152? Heyrði þegar hann var að fara á lappirnar að TF-FTX ætti að fara þangað inn en hún er enn propplaus í Fluggörðum.
Síðast þegar ég vissi er nú ekki meiri skuldbinding sem slík hjá hinum félögunum, en ef þú veist e-ð sem ég veit ekki, endilega láttu mig vita.
Hvað ætlaru þér í framtíðinni, fara alla leið í CPL-inn? Þarft að skoða hvern klúbb fyrir sig með tilliti til þess, horfa á vélarflotann, er kvóti ef þú ætlar í tímasöfnun og margt fleira.
Hvað er heimild hjá Flugklúbb FÍ fyrir mörgum félagsmönnum, passaðu að ekki sé hægt að dæla inn fólki í klúbbinn án þess að fjölga vélum nema með samþykki meirihluta. Sé það gert áttu hættu á að einn daginn er nánast ómögulegt að fá vél.
Hvernig er ástandið á vélunum í þeim klúbb? Veit um marga nemendur hjá Flugskólanum sem hafa ekki komist í loftið í lengri tíma vegna vélarskorts, nú eru sömu stjórnendur í þessum flugklúbbi, er staðan svipuð?
Að mínu mati er þetta e-ð sem þú þarft að skoða vel ásamt því sem hefur verið nefnt hérna fyrr í umræðunni. Ekki taka ákvörðun útfrá upplýsingum sem þú færð frá einni manneskju, best væri að hafa samband við alla klúbbana og meta stöðuna sjálfur. Svo sakar aldrei að spyrja félagsmenn í hverjum klúbbi fyrir sig.
Vonandi kemstu að réttu niðurstöðunni… :)