Ég er sammála þessum korki. Að vísu getum við ekki skammast út í lesblindu, en stafsetningarkunnáttu er að fara verulega aftur. Mér finnst allt of algengt að sjá lélega stafsetningu á korkum, á bloggum og víðar. Ástæðan er væntanlega sú að unglingar í dag eru mikið að spjalla saman á MSN, með SMS og fl, og þá er enginn sem leiðréttir þá. Eins og skrifað er hér fyrir ofan að “maður skilji þetta alveg”. Svona hugsun skemmir íslenska tungu, því við eigum að varðveita hana og vanda okkur við að skrifa rétt.
Auðvitað koma alltaf innsláttarvillur o.þ.h. en við eigum samt sem áður að huga að stafsetningu hvar sem við skrifum, hvort sem það er hugi.is, MSN, SMS eða bloggið okkar.