Sælir!
Jú, þann 3. mars um hádegisbilið flaug 747-300 vél frá Atlanta (TF-AMK) yfir borgina. Vélin fór frá Keflavík og var á leið með fullfermi af starfsmönnum Avion Group í óvissuferð (til Montreal í Kanada kom í ljós). Vélin flaug m.a. yfir höfuðstöðvar Avion sem eru hérna í Kópavoginum.
Um klukkan 14:05 flaug fyrsta MD-90 vélin (HB-JIF) af þremur sem Iceland Express munu taka í notkun næstu tvo mánuðina yfir borgina. Hún kom inn yfir braut 01 (suður-norður), tók sveig yfir miðborgina, meðfram Esjunni og kom svo inn yfir Öskjuhlíðina og flaug yfir braut 31 (austur-vestur) áður en hún hélt til lendingar í Keflavík.
Reikna ekki með að það séu nein önnur svona flug væntanlega á næstunni, ekki nema kannski ef eitthvað verði gert þegar Flugfélag Íslands fær fyrstu Dash-8 vélina núna bráðlega.
Kv.
747