Það eru líka dálítið önnur skilyrði á grænlandsjökli varðandi snjósöfnun, bráðnun og fleiri skemmtilegheit :)
Vélarnar voru ca. 80 metra(268 fet) undir yfirborði jökulsins. Það var þann 15.júlí 1942 sem P-38 vélar voru að fylgja B-17 á leið til Íslands en vont veður og lítið eldsneyti neyddi þá til að nauðlenda á Grænlandsjökli, 6x P-38 og 2x B-17. Það var svo 1992 eða rétt rúmum 50 árum eftir að vélarnar lentu á jöklinum sem þeirri heillegustu var komið upp úr ísnum.
Hún var svo endursmíðuð og fór svo aftur í loftið 26.október 2002 eða um 60 árum eftir lendinguna frægur. Vélinni var gefið nafnið Glacier Girl og má lesa meira um þetta á þessari síðu,
http://thelostsquadron.com/ Einnig er óhætt að mæla með heimildarmyndinni sem þeir selja,
http://thelostsquadron.com/P-38-GIFT-SHOP/index.php?id=5