jamm .. Þetta FMC virkar bara eins og í alvöru 767u … og bara Boeing yfir höfuð (mjög svipað í öðrum týpum) Mæli með að þú skoðir manualinn sem fylgir pakkanum, hann er ágætur í að útskýra þetta svona í grófum dráttum.
En svona til að koma þér aðeins af stað, byrjaðu á því að koma þér inn á IDENT síðuna, besta leiðin er held ég að smella bara á “menu” og þar FMC, þarna þarftu að tjékka hvort þú sér með “valid” AIRAC cycle, ef hann er out-of-date þá geturu farið á www.navdata.at til að ná þér í nýjan.
Takkarnir þarna í kringum skjáin eru kallaðir “Line select keys”. Næst ferðu á POS INIT síðuna með því að smella á LSK 6R (semsagt neðsti (6-ti) line select key hægra megin )
á POS INIT skaltu setja ICAO kóðan á þeim flugvelli sem þú ert á undir “Ref airport” og næst skaltu stilla inn staðsetninguna þína til að setja inn í IRSinn. Þú verður að skrifa staðsetninguna í einni runu og mundu að mínúturnar eru í tugabrotum (..semsagt alveg upp að 0,9 .. ekki 60 min). Dæmi N6057,9W02236,3 … svo helduru áfram á næstu síðu … Route
Þar skaltu setja inn ICAO kóðan á flugvellinum sem þú ert að fara frá (Origin) og þangað sem þú ert að fara (Dest) ….undir FLT NO hendirðu inn kallmerkinu ..dæmi .. ICE123 og smelltu svo á next page takkan .. þar stimplarðu inn rútuna sjálfa …segjum að við séum að fara frá BIKF (Keflavík) til BIAR (Akureyri) um G4 ..þá getum við stimplað þarna inn undir “To”, EL og valið svo réttan NDB vita sem í þessu tilfelli væri Elliðavatn NDB … undir via myndirðu setja G4 (airwayinn).. og undir To þar á bakvið NB, sem stendur fyrir Botn NDB , því næst smellirðu á “Activate” og svo “Exec” hnappinn til að virkja þetta.. svo ferðu í PERF INIT
Þar skaltu henda inn ZFW (Zero fuel weight .. sem er vigtinn á vélinni allri nema fuel) “Reserves” … hvað þú ætlar að lenda með af fueli, í CRZ ALT seturðu inn flughæð og að lokum í cost index , sem er ákvarðað af hverju flugfélagi fyrir sig, ef cost index “0” væri t.d sett inn þá myndi vélin fljúga á í long range cruise .. semsagt ..hægt :-). En ef “operating” kostnaðurinn væri hár á vélinni, þá myndirðu hugsanlega vilja fljúga örlítið hraðar til að stytta flugtímann og þá myndirðu setja inn hærra cost index .. en hentu bara inn t.d 65 þarna núna :) ..Farðu svo á “Takeoff” síðuna
Settu þar inn hvaða flapa stillingu þú ætlar að nota í flugtakinu, svo er þarna hitastig (fyrir reduced takeoff thrust) … og svo trim stillingar, þ.e.a.s hvar C.G er á meðalvængbreidd (MAC) og svo að lokum hvaða braut þú ætlar að nota fyrir flugtak
Svo myndi ég líka stilla inn hvaða SID/STAR þú ætlar að nota fyrir flugtakið á DEP/ARR síðunni
þetta var bara svona í mjög mjög mjög fljótu formi hvernig þú prógramar FMCinn :)
Svona að lokum, til að fara beint á einhvern punkt þá ferðu í LEGS page og skrifar hann þar inn í scratchpad og svo geturðu alltaf fært hann til með LSK og ef hann er í inni, þá geturðu einfaldlega smellt 2svar á LSKinn sem punkturinn er við og þá ferðu direct á hann …. muna svo að virkja þetta allt saman með því að smella á “Exec” …svo hefurðu “Progress” síðuna svona venjulega uppi á meðan á flugi stendur
Vona að þú hafir skilið eitthvað af þessu, prufaðu bara að fikta þig áfram í þessu og lesa þig til, þá skýrist þetta allt :)