Persónulega hef ég flogið um allt land, en líka gert eitthvað skemmtilegt í þessu. Hef t.d. oft tekið fólk í útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni, tekið flughrætt fólk í lengri ferðir til að venja þau við ókyrrð, og farið í nokkrar helgarferðir út á land. (Það er svakalega gaman).
Hef farið lengri ferðir með viðkomu á ýmsum stöðum á leiðinni (t.d. Reykjavík, Akureyri, Herðubreiðalindir og til baka. Ætlaði hringinn en það kom þoka…)
Um að gera að hafa þetta nógu fjölbreytt til að fá sem mesta æfingu úr þessu. Mjög gaman að fara á Ísafjörð til að sjá hvernig aðflugið virkar þar. (Samt gott að fara fyrst með einhverjum sem þekkir aðstæðurnar).