Heyrði, ég er nýkomin með PPL og var að velta fyrir mér hvernig er best að safna 500(eða fleiri) tímar, á það bara að fljúga X-Country eða eitthvað annað?
Það er mjög mismunandi hvernig “best” er að safna tímum. Þú getur keypt þér hlut í flugvél eða flugklúbbi. Þú getur keypt þér tíma hjá skóla á flugvélunum þeirra, en það er dáldið dýrara en hitt þegar fjöldi tíma er orðinn mikill. Þú getur farið til USA og safnað tímum þar. Það er mjög ódýrt ef þú flýgur mikið á stuttum tíma. Þú getur boðið þig fram í sjálfboða vinnu einhversstaðar, hef heyrt að það sé hægt að fá þannig vinnu við að fljúga slökkviliðsvélum í Kanada… Og svo getur þú tekið kennararéttindi og safnað tímum sem kennari.
en, ég var að meina annað, sko, ég er kominn í flugklúbb og ég var að meina, hvert á maður að fara(þegar maður er að fljúga), á maður bara að fljúga X-Country fyrir 500 tíma, eða gera eitthvað annað, hvað myndiði þið segja?
Persónulega hef ég flogið um allt land, en líka gert eitthvað skemmtilegt í þessu. Hef t.d. oft tekið fólk í útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni, tekið flughrætt fólk í lengri ferðir til að venja þau við ókyrrð, og farið í nokkrar helgarferðir út á land. (Það er svakalega gaman).
Hef farið lengri ferðir með viðkomu á ýmsum stöðum á leiðinni (t.d. Reykjavík, Akureyri, Herðubreiðalindir og til baka. Ætlaði hringinn en það kom þoka…)
Um að gera að hafa þetta nógu fjölbreytt til að fá sem mesta æfingu úr þessu. Mjög gaman að fara á Ísafjörð til að sjá hvernig aðflugið virkar þar. (Samt gott að fara fyrst með einhverjum sem þekkir aðstæðurnar).
Konan hans Helga Jóns sagði við mig þegar ég spurði hana (hún er s.s. kennari) hvernig uppbygging tímanna ætti helst að vera og hún sagði mér að það væri gott að logga ekki allaf sama flugvöll, þ.a.e.s. fara upp og fjúga í smástund og lenda svo aftur á sama velli heldur fara eitthvað og logga lendinguna þar. Ná sér í reynslubankann með því að fara sem víðast. Annars er bara allt flug gott og ég held að það sé mjög gott að gera bara sem flest og eins og RollsRos sagði frá.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..