Sælt veri fólkið..

Einn góðan veðurdag fyrir löngu síðan ákvað ég að búa til forrit sem að býður uppá kennslu í ICAO bókstöfunum. Þeir sem vita ekki hvað það er þá er það þetta í ekki svo stuttu máli:

Til þess að flugmenn og umferðarstjórar misskildu ekki einkennisstafi flugvéla og ýmisskonar upplýsinga útbjó ICAO til lista yfir alla stafi og settu svo fyrir að fyrir hvern bókstaf ætti að segja orð. A=Alfa B=Bravo o.s.frv. Ef flugvélin FTE ætti að tilkynna sig myndi hún kalla sig “Friðrik Teit Einar” í radíóinu, eða á ensku “Foxtrot Tango Echo” (foxtrot oft stytt í fox)

Nú.. þetta forrit sem ég bjó til í Flash MX tekur fyrir einn bókstaf í einu frá A-Z þar sem notandinn skrifar rétt svar við hvern staf.
Hægt er að velja um ensku og íslensku bókstafina.

Ef vitlaust er skrifað inn þarf að byrja allt upp á nýtt. Ég veit að það er mjög pirrandi en mín reynsla er að svona er þetta best lært, með endurtekningum.

Og hérna er svo forritið: http://www.myweb.is/simalina/stuffid/ICAO%20ens-isl.swf

Leiðréttið mig ef eitthvað er.