Það eru til “Slys” (Accident) og “Flugatvik” (Incident) sem er tvennt ólíkt.
Hér er skilgreining á þessu:
Flugslys (aircraft accident). Atvik tengt starfrækslu loftfars sem verður frá því maður fer um borð
í loftfarið með þeim ásetningi að fljúga með því og þar til allir eru farnir frá borði og þar sem:
a) einhver lætur lífið eða hlýtur alvarleg meiðsl af völdum þess að:
- vera um borð í loftfarinu, eða
- vera í beinni snertingu við einhvern hluta loftfarsins, þar með talda hluti sem hafa losnað frá
loftfarinu, eða
- verður fyrir útblæstri þotuhreyfils
nema þegar meiðslin verða rakin til manns sjálfs eða annars manns, eða þegar meiðslin verða á
laumufarþega sem hefur falið sig utan þess svæðis sem venjulega er aðgengilegt áhöfn og
farþegum, eða
b) loftfar verður fyrir skemmd eða broti, sem:
- hefur veruleg áhrif á styrkleika þess, afköst eða flugeiginleika og
- myndi venjulega valda því að þörf yrði á meiri háttar viðgerð eða skipta þyrfti um
viðkomandi íhlut
nema þegar um er að ræða hreyfilbilun eða skemmd sem takmarkast við hreyfilinn, hlífar hans
eða fylgibúnað eða um er að ræða skemmdir sem takmarkast við loftskrúfur, vængenda, loftnet,
hjólbarða, hemla, hlífar, smá beyglur eða göt á ytra byrði loftfarsins eða
c) loftfar er týnt eða það er ómögulegt ná til þess.
Flugatvik (aircraft incident). Atvik, annað en flugslys, sem tengist starfrækslu loftfars og hefur áhrif
á eða getur haft áhrif á öryggi starfrækslunnar.