Og það er engin hámarks aldur ef þú varst að pæla í því : )
Bara hafa gilt læknisvottorð og þá má taka prófið við áttrætt eða hvenær sem er yfir 17 ára aldri.
Þú mátt þó byrja flugnám nánast hvenær sem er. Flugskólar hafa mismunandi reglur í því sambandi en það er í rauninni allt í lagi að byrja að taka tíma og tíma við t.d. 14-15 ára aldur.
En ég mæli alltaf með því að byrja í sviffluginu, það er ómetanleg reynsla og grunnur undir framtíðar vélflug nám.