27.júlí 2001
Langar þig að kridda aðeins upp á tölvuflugherminn þinn og fá lifandi traffík og flugumferðarstjórn í gegnum internetið? Lestu þá áfram!
Í kvöld klukkan 22:00 opnar nýtt flughermanet sem hefur þann megin tilgang að veita flugmönnum sem fljúga í flughermi í heimatölvunni sinni (Flight Simulator 98, 2000, Fly, PS) lifandi traffík og flugumferðarstjórn.
Þetta er mjög einfalt, þú ferð einfaldlega á www.vatsim.net og ferð í “join now” og skráir þig og færð sent númer og lykilorð. Síðan þarf að niðurhlaða forriti sem hetir Squawk Box[www.simclients.com] sem er tengiliður þinn við netið sem samanstendur af öðrum “live and loud” flugmönnum og flugumferðarstjórum. Notast er við “voice comunication” forritið Roger Wilco [www.rogerwilco.com] fyrir talstöðvarfjarskiptin sem samanstendur einungis af heyrnatóli og hljóðnema sem er stungið aftan í tölvuna.
Ef áhugi er á að ávinnast eitthvað með þessum flugum getur þú farið á heimsvæði Icelandair Virtual Airlines [www.allineed.is/icelandairva] og skráð þig sem flugmaður og byrjað net-flugmannsferilinn. Til staðar eru öll gögn sem þarf til að framkvæma flug á einhvern áfangastað félagsins.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast flugumferðarstjórar á VATSIM.net geta fengið frekari upplýsingar á heimasvæði Iceland Virtual Area Control Center [www.allineed.is/isvacc].
Byrjaðu að fljúga með OKKUR strax í dag!
_________________________
Jóhann Magnús Kjartansson
Flugnemi og áhugamaður um flugherma.